Endurmat á eldri störfum

Endurmat á eldri störfum

Forsendur endurmats á starfi

Ósk um endurmat er oftast vegna breytinga á starfi, þ.e. helstu verkefni eða skyldur starfs hafa breyst. 

Til þess að óska eftir endurmati í starfsmati þarf vinnuveitandi og/eða starfsmaður að fylla út endurmatsbeiðni sem er að finna hér fyrir neðan. Hægt er að leita aðstoðar fulltrúa stéttarfélags, yfirmanns og starfsmatsteyma í héraði við að útbúa beiðni. 

Fyrir beiðni um endurmat skulu færð skýr skrifleg rök.  Þar skal koma fram hvaða breytingar hafa orðið á starfinu frá því að starfið var síðast metið eða hvaða starfskröfur eru taldar hafa verið vanmetnar í fyrra mati.

Til að beiðni teljist gild þarf að fylgja henni; 

  1. útfyllt endurmatsbeiðni - sem innheldur rökstuðning á þeim breytingum sem hafa orðið á starfinu og á hvaða þáttum
  2. upprunaleg starfslýsing (sem fyrra mat byggði á)
  3. ný starfslýsing, dagsett og undirrituð af yfirmanni
  4. útfylltur spurningarlisti (fylla þarf út allan spurningalistann - þó svo einungis sé óskað eftir breytingum á einum þætti eða fleirum)

Spurningalisti til að fylla út og form fyrir starfslýsingu er hægt að nálgast á heimasíðu starfsmatsins.

Ef sótt er um endurmat getur það leitt til þess að matið fyrir starfið verði endurskoðað í heild sinni. Slík endurskoðun getur leitt til breytinga á mati á öðrum þáttum sem ekki er gerð athugasemd við. Allar endurmatsbeiðnir eru skoðaðar í samhengi við mat á öðrum störfum.

Beiðni með ófullnægjandi rökstuðningi og gögnum verður vísað frá og hlutaðeigandi aðilum leiðbeint um ágalla á beiðni.

Senda skal gögn til starfsmatsráðgjafa á netfangið starfsmat@starfsmat.is eða í pósti merkt: Starfsmat, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík.

Þegar beiðni um endurmat berst upplýsa starfsmatsráðgjafar viðkomandi stéttafélag um beiðnina. 

Þegar tillaga starfsmatsráðgjafa liggur fyrir er hún lögð fyrir starfsmatsnefnd / framkvæmdanefnd starfsmats til úrvinnslu og samþykktar.

Niðurstaða nefndar er svo send stéttarfélagi og mannauðsstjóra sviðs / sveitarfélags sem upplýsa starfsmann/starfsmenn og viðkomandi aðila um niðurstöðu.  

Endurmat getur ýmist leitt til hækkunar, lækkunar eða óbreyttrar niðurstöðu.  Hækkun á mati gildir frá þeim tíma er sótt var um endurmat og viðeigandi gögnum skilað inn til starfsmatsráðgjafa. Ef endurmat leiðir til lækkunar á mati  hefur það ekki í för með sér lækkun þeirra sem nú þegar eru í starfinu en nýir starfsmenn fá greitt samkvæmt nýrri matsniðurstöðu.

Ath!  Til að fylla inn í skjölin rafrænt þarf að opna þau og fara efst upp í bláu stikuna og velja Skoða - Breyta skjali og þá er hægt að skrifa inn í skjölin.

Eyðublað endurmat - rafræn útfylling
Eyðublað endurmat
Viðbót við endurmatsbeiðni (ef sótt er um endurmat á fleiri þáttum en þremur)
Spurningalisti starfsmats - rafræn útfylling
Spurningalisti starfsmats - til útprentunar
Form fyrir starfslýsingu - rafræn útfylling (Reykjavík)
Form fyrir starfslýsingu - rafræn útfylling (Önnur sveitarfélög)
Ferli við endurmat á starfi