Þrepaskilgreiningar
Þrepaskilgreiningar
Í eftirfarandi töflu má lesa þrepaskilgreiningar fyrir hvern þátt í starfsmatinu. Smellið á þá stigatölu sem þið viljið skoða.
Starfsheiti | Heildarstig | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | Launaflokkur |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÞÁTTUR: ÞEKKING OG REYNSLAÍ þessum þætti er metið hvers konar og hversu mikillar þekkingar og reynslu er krafist í starfi. Með þekkingu er átt við alla þá þekkingu sem starf gerir kröfur um til starfsmanns og getur þekkingin falist í starfs- eða stjórnunarreynslu, námskeiðum, styttri námsbrautum eða formlegu námi. Auk þess er metið hvort starfið krefst þess að starfsmaður hafi þekkingu á vinnureglum og starfsstað, vinnuferlum og vinnulagi, stefnu stofnunar og/eða annarra stofnana á sérfræðisviðinu. Metin er krafa um þekkingu á hugtökum, hugmyndafræði, tungumálum, kenningum og tækni auk þekkingar á búnaði og vélum. Einnig er skoðað hvort krafist er nákvæmrar, víðtækrar eða fjölbreyttrar þekkingar og hvort starfsmaður þurfi að nýta þá þekkingu á breiðum starfsvettvangi. Metin er öll þekking og færni sem krafist er, án tillits til þess hvort hennar er krafist í öllum verkefnum starfsins eða aðeins hluta þeirra. Sem dæmi má nefna að sú þekking á fyrstu hjálp sem krafist er af sundlaugarvörðum er metin burtséð frá því hversu oft þeir þurfa síðan að nota þá þekkingu í starfi. Til að auðvelda matsferlið, og koma í veg fyrir að einstökum starfshlutum sé sleppt eða þeir vanmetnir, hefur þættinum verið skipt niður í nokkra aðskilda þætti. Ekki er tekið tillit til þess þó gerðar séu kröfur um líkamlega eða hugræna færni né samskipta- eða tjáskiptafærni enda fellur slíkt mat undir aðra þætti. Hafa ber eftirfarandi í huga: Tungumálaþekking og kunnátta: Tungumálakunnátta umfram íslensku, sem krafist er vegna samskipta í starfi, er metin innan þáttar um Samskiptafærni. Tölvuvinnsla/ritvinnsla: Þekking á hugbúnaði, tölvu- eða ritvinnslu er metin út frá þekkingu en færni í fingrasetningu og samhæfingu, sem þarf að uppfylla vegna krafna um nákvæmni og hraða í starfi, er hinsvegar metin í þætti um Líkamlega færni. Akstursfærni: Kunnáttu á akstri eða stjórnun tiltekinna farartækja eða véla skal meta innan þessa þekkingarþáttar. Samhæfingu og næmni vegna krafna um nákvæmni og öryggi skal meta í þættinum Líkamlegar kröfur. Ef ákveðinnar kunnáttu og færni er krafist til að geta leyst starf af hendi skal meta það sérstaklega, jafnvel þótt tiltölulega lítill hluti starfsins krefjist þessarar sértæku færni og að til hennar sé einungis gripið stöku sinnum.
| Þekking og reynsla | 1. ÞÁTTUR - Þrep 1 - 20 stigStarfið krefst þess að starfsmaður hafi verkkunnáttu til þess að leysa dagleg verkefni, stjórna viðeigandi vélum og tækjum og geti notað þau verkfæri sem starfið krefst. Starfsmaður þarf einnig að geta unnið eftir munnlegum og skriflegum leiðbeiningum og gert stuttar vinnuskýrslur. Ekki er krafist sérstakrar menntunar eða reynslu. Starfsþjálfun á vinnustað nægir til að öðlast þá þekkingu sem krafist er í starfi. | 1. ÞÁTTUR - 2. þrep - 40 stigStarfið krefst þess að starfsmaður hafi verkkunnáttu til þess að leysa úr ólíkum verkefnum, kunni að stjórna viðeigandi vélum og tækjum og geti notað þau verkfæri sem starfið krefst. Starfsmaður þarf að geta unnið með texta og tölur, þ.e. hafa almenna þekkingu á málfræði og setningafræði og geta beitt grunnreiknireglum. Starfsþjálfun, námskeið og/eða nokkur starfsreynsla nægir til að öðlast þá þekkingu sem krafist er. | 1. ÞÁTTUR - 3. þrep - 60 stigStarfið krefst verkkunnáttu til að leysa ólík og oft á tíðum nokkuð flókin verkefni. Þess er einnig krafist að starfsmaður geti stjórnað viðeigandi vélum og tækjum og notað þau verkfæri sem starfið krefst. Auk þess er nauðsynlegt að starfsmaður hafi þekkingu á stafsetningu, málfræði og setningafræði og sé fær um að beita almennum reiknireglum, til dæmis prósentum. Krafist er:
| 1. ÞÁTTUR - 4 þrep - 80. stigStarfið krefst þekkingar sambærilegri stúdents- eða sveinsprófi eða jafngildrar þekkingar á starfssviðinu, s.s. þekkingar á verklagi, vinnureglum og skipulagi. Þessi þekking er yfirleitt fengin með formlegu námi af einhverju tagi auk starfsþjálfunar þó óformleg menntun í formi starfs- og stjórnunarreynslu sé stundum nægjanleg. Krafist er:
| 1. ÞÁTTUR - 5 þrep - 100 stigStarfið krefst sérhæfðrar þekkingar til viðbótar við stúdentspróf, sveinspróf eða sambærilegt. Þessi sérhæfða þekking er yfirleitt fengin með formlegu námi en þó getur mikil starfs- og stjórnunarreynsla á starfssviðinu verið nægjanleg.
Krafist er:
| 1. ÞÁTTUR - 6 þrep - 121 stigStarfið krefst fræðilegrar þekkingar sem byggir á kenningalegum grunni. Einnig er krafist hagnýtrar þekkingar á sérfræðisviðinu eða ámóta þekkingar á skipulagi, verklagi, stefnu og stjórnsýsluháttum stofnunar. (Hér getur verið um að ræða störf háskólamenntaðra sérfræðinga eða millistjórnendur með þekkingu á margs konar starfsemi). Krafist er:
| 1. ÞÁTTUR - 7 þrep - 142 stigStarfið krefst mikillar fræðilegrar þekkingar sem byggir á kenningalegum grunni. Einnig er krafist hagnýtrar þekkingar á sérfræðisviði sem aðeins er hægt að fá með mikilli starfs- og stjórnunarreynslu. Starfsmaður þarf að hafa nákvæma þekkingu á stefnum, vinnureglum og verklagi á sérfræðisviðinu auk þekkingar á skipulagi, stjórnsýsluháttum, verklagi og stefnu þeirra stofnana sem falla undir sérfræðisvið starfsmannsins. (Hér getur verið um að ræða sérfræðistarf þar sem mikil fyrri þekking og reynsla á sérfræðisviðinu er forsenda ráðningar í starfið eða millistjórnendur sem bera stjórnunarlega ábyrgð á margs konar sérfræðistarfsemi). Krafist er:
| 1. ÞÁTTUR - 8 þrep - 163 stigStarfið krefst nákvæmrar fræðilegrar þekkingar á stefnum, vinnureglum og verklagi á sérfræðisviðinu og tengdum sviðum auk góðrar yfirsýnar og þekkingar á skipulagi og stjórnsýsluháttum þeirra stofnana sem tengjast sérfræðisviði starfsmannsins. Einnig er krafist hagnýtrar þekkingar á sérfræðisviði sem aðeins er hægt að fá með víðtækri starfs- eða stjórnunarreynslu á sérfræðisviðinu. Krafist er:
| |
2. Þáttur: Hugræn færniÍ þessum þætti er metið hvaða kröfur starfið gerir til hugrænnar færni. Hér er átt við kröfu um færni til að þróa, greina og leysa vandamál og leggja mat á viðfangsefni hverju sinni. Einnig er metið hvort starfsmaður vinnur við skipulags- eða áætlunargerð eða að greiningarvinnu og hvort sú vinna tengist hönnun, samskiptum við fólk eða stefnumótun. Hér er einungis verið að meta þá hugrænu færni, eða þá sköpunar- eða skipulagshæfileika sem starfið krefst, burtséð frá kröfum um frumkvæði og sjálfstæði. Forritari þarf t.d. að búa yfir mikilli hugrænni færni til þess að hanna forrit sem henta þarf ákveðnum verkefnum, en ekki er víst að hann hafi nokkuð komið nálægt ákvörðuninni um að hanna þyrfti kerfið. | Hugræn færni | 2. ÞÁTTUR - 1 þrep - 13 stigStarfið krefst færni til að leysa úr þeim daglegu verkefnum sem tilheyra starfinu. Starfsmaður þarf að geta metið aðstæður og notað þekkingu sína og reynslu til að vita hvaða fyrirframgefnu aðferðir eða leiðir skuli nota til að leysa einföld vandamál. | 2 ÞÁTTUR - 2 þrep - 26 stigStarfið krefst færni í að túlka og meta upplýsingar eða aðstæður og leysa vandamál sem upp koma í starfi. Starfsmaður þarf að geta notað þekkingu sína og reynslu til þess að leggja mat sitt á og greina aðstæður eða vandamál í starfi og þekkja hvaða aðferðir eða leiðir skuli nota til þess að leysa verkefnin eða vandamálin. | 2 ÞÁTTUR - 3 þrep - 39 stigStarfið krefst færni í að greina, skapa eða þróa lausnir þar sem þörf er á að túlka upplýsingar eða aðstæður og leysa fjölbreytt vandamál eða móta, vinna að áætlunum til skemmri tíma (allt að nokkrar vikur). Starfsmaður þarf að geta notað þekkingu sína og reynslu til þess að leggja mat sitt á og greina aðstæður eða vandamál í starfi og þekkja hvaða aðferðir eða leiðir skuli nota til þess að leysa verkefnin eða vandamálin. | 2 ÞÁTTUR - 4 þrep - 52 stigStarfið krefst færni í að greina, skapa eða þróa lausnir og túlka flóknar, sérfræðilegar upplýsingar eða aðstæður og leysa erfið vandamál. Starfið krefst færni í að vinna að eða móta áætlanir til lengri tíma (nokkrir mánuðir, allt að ári). Starfsmaður þarf að geta notað þekkingu sína og reynslu til þess að leggja mat sitt á og greina aðstæður eða vandamál í starfi og finna eða þróa nýjar leiðir eða aðferðir til þess að leysa úr viðfangsefnum eða vandamálum. | 2 ÞÁTTUR - 5 þrep - 65 stigStarfið krefst færni í að greina, skapa eða þróa lausnir og túlka fjölbreyttar og flóknar sérfræðilegar upplýsingar eða aðstæður. Starfsmaður þarf einnig að vera fær um að gera, vinna að eða móta áætlanir til framtíðar (meira en ár). Starfsmaður þarf að geta notað þekkingu sína og reynslu til þess að leggja mat sitt á og túlka, greina aðstæður eða vandamál í starfi og finna, þróa og ákvarða nýjar leiðir eða aðferðir til þess að leysa úr viðfangsefnum eða vandamálum. | 2 ÞÁTTUR - 6 þrep - 78 stigStarfið krefst færni í að greina, skapa og þróa lausnir og túlka mjög fjölbreyttar og sérlega flóknar sérfræðilegar upplýsingar eða aðstæður. Starfsmaður þarf einnig að vera fær um að vinna að eða móta áætlanir til framtíðar (meira en ár). Starfsmaður þarf að geta notað þekkingu sína og reynslu til þess að leggja mat sitt á og greina aðstæður eða vandamál í starfi og finna, þróa og ákvarða nýjar leiðir, viðmið eða aðferðafræði til þess að leysa úr viðfangsefnum eða vandamálum. | - | - | |
3. Þáttur: SamskiptafærniÍ þessum þætti er metin sú samskiptafærni sem starfið krefst, hvort sem um er að ræða munnlega, málfræðilega, táknmáls- eða skriflega samskiptafærni. Í þættinum er lögð áhersla á að meta tilganginn sem býr að baki þeim kröfum sem gerðar eru, t.d. hvort farið sé fram á samskiptafærni vegna kennslu, þjálfunar eða leiðsagnar, fyrirlestra– eða námskeiðahalds, upplýsingaöflunar, viðtala, samstarfs við aðra, við ráðgjöf, hvatningu, fortölur, sérhæfða ráðgjöf, málamiðlun eða hvort starfsmaður þurfi að beita samninga- eða sannfæringartækni. Lagt er mat á fjölbreytileika mála og málefna sem starfsmaður þarf að fást við: Hvort málefnin séu flókin eða umdeilanleg og hvort sett séu skilyrði um þagmælsku og nærgætni og hvort reyni á tungumálakunnáttu í starfi. Táknmál telst til annarra tungumála en ekki tákn með tali. Einnig er metið hvort starfið geri kröfu um samskipti við marga ólíka hópa og hvaða ólíku kröfur þessir hópar gera til samskiptafærni starfsmannsins vegna þeirrar þjónustu sem hann sinnir (t.d. kalla samskipti við börn, fólk með andlega fötlun og eldra fólk á annars konar samskiptahæfileika starfsmanna en almennir viðskiptavinir eða almenningur o.s.frv.) | Samskiptafærni | 3 ÞÁTTUR - 1 þrep - 13 stigStarfið felur í sér að skiptast á almennum upplýsingum sem tengjast daglegum störfum, oftast munnlega, við samstarfsfólk, en einnig stundum við almenning. | 3 ÞÁTTUR - 2 þrep - 26 stigStarfið felur í sér að skiptast á upplýsingum, munnlega eða skriflega, til þess að upplýsa aðra starfsmenn eða almenning. Starfsmaður þarf að geta sýnt sérstaka nærgætni þegar það á við. | 3 ÞÁTTUR - 3 þrep - 39 stigStarfið felur í sér eitthvert/einhver eftirfarandi atriða:
Samskiptafærni í starfi er stór hluti starfsins og þess er krafist að starfsmenn hafi einhvers konar þjálfun eða reynslu af samskiptum að baki, t.d. í formi námskeiða eða starfsþjálfunar. | 3 ÞÁTTUR - 4 þrep - 52 stigStarfið felur í sér eitthvert/einhver eftirfarandi atriða:
Störf á fjórða þrepi eru störf þar sem krafist er mikillar samskipta- og tjáskiptafærni (enda vinna við samskiptamál einn af meginþáttum starfsins). | 3 ÞÁTTUR - 5 þrep - 65 stigStarfið felur í sér eitthvert/einhver eftirfarandi atriða:
Flókin eða erfið samskipti af þessu tagi eru einn af meginþáttum starfsins og til að ná þeirri færni sem hér er krafist þarf starfsmaður að hafa að baki nám sem tengist þessu sviði samskipta. | 3 ÞÁTTUR - 6 þrep - 78 stigStarfið felur í sér eitthvert/einhver eftirfarandi atriða:
Flókin eða erfið samskipti eru einn af meginþáttum starfs og til þess að ná þeirri færni sem hér er krafist þarf starfsmaður að hafa að baki nám á þessu sviði samskipta, t.d. sálfræði-, uppeldis- eða ráðgjafamenntun.
| - | - | |
4. Þáttur: Líkamleg færniÍ þessum þætti er metin sú líkamlega færni sem starfið krefst. Með líkamlegri færni er átt við t.d. handlagni, fingrafimi, samhæfingu handa og augna, útlima og skynfæra. Mikilvægt er að hafa í huga hversu þýðingarmikil þessi krafa er í starfi, hvort starfsmaðurinn þurfi að jafnaði á þessari færni að halda eða hvort um sé að ræða tilfallandi verkefni. Einnig getur krafa um þjálfun/hæfni á þessu sviði verið vísbending um það hversu miklar kröfur um líkamlega færni eru gerðar í starfinu. Þar sem krafist er iðnprófs í trésmíði er til að mynda væntanlega einnig krafist líkamlegrar færni við smíðarnar. Í þættinum eru einnig metnar kröfur um nákvæmni og hraða og þá er ágætt að hafa til viðmiðunar að mjög nákvæm verk er erfiðara að vinna hratt. | Líkamleg færni | 4 ÞÁTTUR - 1 þrep - 13 stigStarfið gerir ekki kröfur um sérstaka líkamlega færni umfram það sem venjulegt er. | 4 ÞÁTTUR - 2 þrep - 26 stigStarfið krefst handlagni, fingrafimi, samhæfingar eða næmni þar sem þörf er á nokkurri nákvæmni. | 4 ÞÁTTUR - 3 þrep - 39 stigStarfið krefst handlagni, fingrafimi, samhæfingar eða næmni, t.d. vegna krafna um nákvæmni og hraða við innslátt á lyklaborð, aksturs sendiferða- eða fólksflutningabifreiðar, stjórnunar tækja eða notkunar verkfæra þar sem annað hvort er;
| 4 ÞÁTTUR - 4 þrep - 52 stigStarfið krefst handlagni, fingrafimi, samhæfingar eða næmni, t.d. vegna aksturs stórrar sendiferða- eða fólksflutningabifreiðar, stjórnunar flókinna tækja, notkunar verkfæra eða innsláttar á lyklaborð þar sem annað hvort eru gerðar;
| 4 ÞÁTTUR - 5 þrep - 65 stigStarfið krefst handlagni, fingrafimi, samhæfingar eða næmni, t.d. vegna vinnu við verndun eða meðhöndlun viðkvæmra muna, s.s. fornmuna, listmuna o.þ.h. eða stjórnunar mjög flókinna tækja eða véla. Krafa um mjög mikla nákvæmni er afar þýðingarmikill og viðvarandi þáttur í starfi. | - | - | - | |
5. Þáttur: Frumkvæði og sjálfstæðiÍ þessum þætti er metið það svigrúm sem starfsmaður hefur til að sýna frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Skoðað er að hversu miklu leyti sjálfstæði í starfi takmarkast af verklags- eða vinnureglum, fyrirmælum, fordæmi og stefnu deildar, sviðs eða stofnunar. | Frumkvæði og sjálfstæði | 5 ÞÁTTUR - 1 þrep - 13 stigStarfið er unnið undir daglegri verkstjórn og felur í sér að fylgja fyrirmælum eða vinnuskipulagi þar sem einstök verkefni eru skilgreind. Krafist er mjög lítils frumkvæðis. Starfsmaður hefur ekki svigrúm til að breyta vinnuskipulagi, jafnvel þótt hann hafi eitthvað um það að segja í hvaða röð verkefnin eru unnin innan fyrirfram ákveðins tímaramma. | 5 ÞÁTTUR - 2 þrep - 26 stigStarfið felur í sér að vinna samkvæmt leiðbeiningum og fyrirmælum og taka minniháttar ákvarðanir að eigin frumkvæði. Vandamálum er vísað til verkstjóra eða yfirmanns. Starfið er að öðru leyti ekki unnið undir stífri verkstjórn og eftirliti, þ.e. yfirmaður þarf ekki að vera á staðnum. | 5 ÞÁTTUR - 3 þrep - 39 stigStarfið felur í sér að vinna samkvæmt viðurkenndum starfsaðferðum/ramma sem veita nokkurt rými fyrir frumkvæði. Vinnan getur falið í sér að bregðast sjálfstætt við ófyrirséðum vandamálum og aðstæðum. Starfsmaður getur þó yfirleitt leitað eftir ráðleggingum og leiðbeiningum frá verkstjóra eða yfirmanni þegar sjaldgæf eða erfið vandamál koma upp. | 5 ÞÁTTUR - 4 þrep - 52 stigStarfið felur í sér að vinna samkvæmt viðurkenndum starfsaðferðum/ramma, en innan þeirra þarf starfsmaðurinn að skipuleggja eigið vinnuálag, þ.e. starfsmaður getur forgangsraðað verkefnum sínum (og jafnvel annarra). Starfsmaður ber sjálfur ábyrgð á ákvarðanatöku á sínu sviði, en getur yfirleitt leitað ráðgjafar og leiðbeininga hjá yfirmanni þegar alvarleg vandamál koma upp, en þarf sjálfur að bregðast við ófyrirsjáanlegum vandamálum og aðstæðum. | 5 ÞÁTTUR - 5 þrep - 65 stigStarfið felur í sér að vinna ákveðin verkefni í samræmi við viðurkenndar tillögur/innan viðurkennds ramma. Starfsmaður þarf oft (reglulega) að taka sjálfstæðar ákvarðanir og sýna frumkvæði án undanfarandi aðkomu yfirmanns. Starfsmaðurinn hefur samráð við yfirmann vegna stærri mála sem varða t.d. stefnu mála eða stuðning við mál, eða fjárhagslegar ákvarðanir. | 5 ÞÁTTUR - 6 þrep - 78 stigStarfið felur í sér að vinna í samræmi við starfshætti eða viðmiðunarreglur. Starfið felur í sér talsvert vítt umboð til athafna og ákvarðanatöku. Í starfinu hefur starfsmaður umboð og vald til ákvarðanatöku gagnvart margs konar starfsemi og í þessu hlutverki hefur hann takmarkaðan aðgang að hærra settum yfirmönnum sem starfið heyrir þó undir. | 5 ÞÁTTUR - 7 þrep - 91 stigStarfið felur í sér að vinna innan stefnumála stofnunarinnar. Starfsmaður hefur mikið umboð og vald til ákvarðanatöku á víðtæku sviði starfseminnar og hefur í þessu hlutverki lítið aðgengi að öðrum stjórnendum. Starfið heyrir þó undir yfirstjórn hlutaðeigandi sviðs sveitarfélags. | 5 ÞÁTTUR - 8 þrep - 104 stigStarfið felur í sér að vinna innan ramma yfirlýstrar heildarstefnu stofnunarinnar. Vinnan felur í sér mjög mikið umboð til ákvarðanatöku á mjög víðtæku sviði starfseminnar án beinnar aðildar annarra stjórnenda. Starfið er að mjög litlu leyti háð fyrirmælum stjórnenda. | |
6. Þáttur: Líkamlegt álagÍ þessum þætti er lagt mat á líkamlegt erfiði í starfi. Hér er metið hvort starfsmaður þurfi úthald og líkamlegan styrk til þess að sinna verkefnum starfsins og þá hversu oft og mikið reynir á slíkt. Tekið er tillit til mismunandi tegunda líkamlegs erfiðis, til dæmis er metið hversu mikið og hversu oft starfsmaður þarf að standa og ganga; lyfta og bera; toga og ýta. Einnig er skoðað hvort starfsmaður þurfi að vinna í óþægilegri líkamsstellingu, til dæmis þar sem nauðsynlegt er að beygja sig, krjúpa, teygja sig eða vinna í þvingaðri stöðu. | Líkamlegt álag | 6 ÞÁTTUR - 1 þrep - 10 stigVerkefni eða starf er unnið að meginhluta í sitjandi stöðu og auðvelt er að standa upp reglulega og hreyfa sig. Einhverjar kröfur kunna að vera gerðar um að standa, ganga, beygja sig eða teygja; stöku sinnum kann að vera þörf fyrir að lyfta eða bera létta hluti. | 6 ÞÁTTUR - 2 þrep - 20 stigÍ starfinu felst:
| 6 ÞÁTTUR - 3 þrep - 30 stigÍ starfinu felst:
| 6 ÞÁTTUR - 4 þrep - 40 stigÍ starfinu felst:
| 6 ÞÁTTUR - 5 þrep - 50 stigÍ starfinu felst viðvarandi mjög mikið líkamlegt erfiði (til dæmis þegar starfsmaður þarf oft að lyfta og bera, toga og ýta þungum eða mjög þungum hlutum eða grafa skurði). Þetta mjög mikla líkamlega erfiði er óhjákvæmilegur hluti starfsins. | - | - | - | |
7. Þáttur: Hugrænar kröfurÍ þessum þætti er verið að kanna kröfur um einbeitingu og aðgæslu í starfi og þá hve mikið, hve oft og/eða hve lengi í einu krafist er einbeitingar eða mikillar aðgæslu. Metnir eru þættir sem gætu gert einbeitingu við störf erfiðari, t.d. einhæf vinna, truflanir eða nauðsyn þess að skipta á milli aðskyldra athafna, verkefna eða starfa. Einnig er skoðað það álag sem tengist starfinu og skapast af ólíkum kröfum til starfsmanns. Tekið er tillit til þess ef krafist er sérstaks viðbragðsflýtis í starfi. Í þessum þætti er gerður greinarmunur á einbeitingu, aðgæslu og vinnuálagi. | Hugrænar kröfur | 7 ÞÁTTUR - 1 þrep - 10 stigStarfið krefst almennrar aðgæslu en stöku sinnum krefjast verkefni aukinnar einbeitingar eða mikillar aðgæslu í stuttan tíma í einu. | 7 ÞÁTTUR - 2 þrep - 20 stigStarfið krefst almennrar aðgæslu og einbeitingar auk:
| 7 ÞÁTTUR - 3 þrep - 30 stigStarfið krefst almennrar aðgæslu og einbeitingar, auk:
| 7 ÞÁTTUR - 4 þrep - 40 stigStarfið krefst almennrar aðgæslu og einbeitingar, auk:
| 7 ÞÁTTUR - 5 þrep - 50 stigStarfið krefst almennrar aðgæslu og einbeitingar auk:
| - | - | - | |
8. Þáttur: Tilfinningalegt álagÍ þessum þætti er metið hvort eðli starfsins, eða það fólk sem starfsmaður á í samskiptum við, valdi starfsmanninum sérstöku tilfinningalegu álagi og hversu oft starfsmaður verður fyrir slíku í starfi. Tekið er tillit til þeirra aðstæðna sem upp koma þegar starfað er með öðru fólki, t.d. ef fólkið er reitt, krefjandi/ósamvinnuþýtt, í uppnámi eða veikt, eða ef aðstæður þess eru slíkar að það veldur streitu hjá starfsmanni, t.d. langveikt fólk, fólk með ólæknandi sjúkdóm, fólk með geðræn vandamál, fólk sem býr við slæmar félagslegar aðstæður eða hefur orðið fyrir misnotkun af einhverju tagi. | Tilfinningalegt álag | 8 ÞÁTTUR - 1 þrep - 10 stigÍ starfinu felast lítil eða takmörkuð samskipti við aðila sem vegna aðstæðna sinna gætu valdið starfsmanni tilfinningalegu álagi. Starfsmaður getur þó einstöku sinnum átt von á því í starfi að eiga samskipti við fólk sem vegna aðstæðna sinna eða hegðunar veldur starfsmanninum tilfinningalegu álagi en slíkt telst þó til undantekningar. Starf þar sem starfsmaður verður að jafnaði ekki oftar fyrir tilfinningalegu álagi en tvisvar á ári á að meta á fyrsta þrepi í þessum þætti. Ef hins vegar þetta tilfinningalega álag er mikið eða mjög mikið gæti annað þrep verið viðeigandi þótt tíðnin aukist ekki. | 8 ÞÁTTUR - 2 þrep - 20 stigStarfið er þess eðlis að starfsmaður er í samskiptum við aðila sem vegna aðstæðna sinna eða hegðunar geta öðru hvoru valdið starfsmanni einhverju tilfinningalegu álagi. | 8 ÞÁTTUR - 3 þrep - 30 stigStarfsmaður sinnir persónulegri þjónustu við einstaklinga með krefjandi þarfir eða vinnur með málefni einstaklinga eða hópa sem vegna aðstæðna sinna eða hegðunar:
Tilfinningalegt álag er reglulegur og fyrirsjáanlegur hluti starfsins. Þetta getur átt við þegar starfsmaður vinnur náið með fólk (skjólstæðinga) sem vegna langvarandi veikinda þeirra, fötlunar eða erfiðra heimilisaðstæðna getur valdið starfsmanninum tilfinningalegu álagi. | 8 ÞÁTTUR - 4 þrep - 40 stigStarfsmaður sinnir persónulegri þjónustu við einstaklinga með krefjandi þarfir og hefur áhrif á þau velferðarúrræði sem valin eru. Starfsmaður er auk þess aðili að málum og hefur þá ábyrgð að fylgja þeim eftir í kerfinu. Starfið felur í sér mikið samband við, eða vinnu fyrir fólk sem vegna aðstæðna sinna eða hegðunar:
Tilfinningalegt álag er reglulegur og fyrirsjáanlegur hluti starfsins. Þetta getur átt við þegar starfsmaður vinnur náið með fólk (skjólstæðinga) sem vegna langvarandi veikinda þeirra, fötlunar eða erfiðra heimilisaðstæðna valda starfsmanninum reglulega tilfinningalegu álagi. | 8 ÞÁTTUR - 5 þrep - 50 stigStarfsmaður sinnir persónulegri þjónustu við einstaklinga með krefjandi þarfir og þarf að taka ákvarðanir (oft erfiðar) um þau velferðarúrræði sem valin eru. Starfið felur í sér samband við einstaklinga eða hópa sem vegna mjög erfiðra aðstæðna sinna eða hegðunar valda starfsmanni reglulega MJÖG MIKLU tilfinningalegu álagi. Starfsmaður er aðili að málum sem geta valdið tilfinningalegu álagi. Starfsmaður ber ábyrgð á ákvarðanatöku í málum sem geta haft veruleg áhrif á aðstæður skjólstæðinga og velferð þeirra. Tilfinningalegt álag er reglulegur og fyrirsjáanlegur hluti starfsins. Þetta getur átt við þegar starfsmaður vinnur náið með fólk (skjólstæðinga) sem vegna langvarandi veikinda þeirra, fötlunar eða erfiðra heimilisaðstæðna valda starfsmanninum reglulega tilfinningalegu álagi. | - | - | - | |
9. Þáttur: Ábyrgð á fólkiÍ þessum þætti er metið hvort í starfinu felist ábyrgð á fólki. Metin er sú ábyrgð sem starfsmaður ber á einstaklingum eða hópum (almenningi, þjónustuþegum og/eða viðskiptavinum) öðrum en starfsfólki undir verkstjórn eða stjórn starfsmanns. Áhersla er lögð á að meta eðli og umfang þeirra beinu áhrifa sem starfið hefur á velferð einstaklinga eða hópa, þ.m.t. kröfur sem starfið gerir um trúnað vegna líkamlegra, andlegra, félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta er varða velferð fólks, þ.m.t. heilsu og öryggi þeirra. Á þessa ábyrgð reynir t.d. þegar veita þarf fólki persónulega þjónustu, ráðgjöf, leiðbeiningar eða annars konar aðstoð, innleiða eða knýja fram nýjar reglugerðir eða þróa og innleiða ýmsa þjónustu eða sinna eftirliti. | Ábyrgð á velferð fólks | 9 ÞÁTTUR - 1 þrep - 13 stigÍ starfinu felst takmörkuð eða engin bein áhrif á velferð einstaklinga eða hópa fólks. Starfið gæti falið í sér kröfur um almenna kurteisi og tillitsemi vegna samskipta við almenning. | 9 ÞÁTTUR - 2 þrep - 26 stigÍ starfinu felast einhver bein áhrif á velferð einstaklinga eða hópa. Verkefni eða skyldur starfsins varða hag þessara einstaklinga eða hópa með beinum hætti eða hafa bein áhrif á heilsu eða öryggi þeirra. Þetta getur einnig átt við störf sem til dæmis varða hreinlæti eða matseld. Einnig þau störf þar sem aðalverkefni starfsins er að sinna innri velferð starfsmanna stofnunar, s.s. símenntun, jafnrétti og heilsu starfsmanna. | 9 ÞÁTTUR - 3 þrep - 39 stigÍ starfinu felast talsverð bein áhrif á velferð einstaklinga eða hópa, þegar:
| 9 ÞÁTTUR - 4 þrep - 52 stigÍ starfinu felast mikil bein áhrif á velferð einstaklinga eða hópa, ýmist þegar:
| 9 ÞÁTTUR - 5 þrep - 65 stigÍ starfinu felast mjög mikil bein áhrif á velferð einstaklinga eða hópa sem eru háðir þjónustu frá starfsmanninum. Það er í höndum starfsmannsins að vinna úr og meta flóknar þarfir þessa fólks og skipuleggja hvernig ákveðin umönnun, þjónusta eða stuðningur er veittur. Starfsmaðurinn er ábyrgur fyrir ákvarðanatöku sem getur haft áhrif á framtíðarvelferð og framtíðaraðstæður einstakra skjólstæðinga. | 9 ÞÁTTUR - 6 þrep - 78 stigÍ starfinu felast afar mikil bein áhrif á velferð fjölda fólks sem er háð umönnun og styrkjum á vegum opinberra aðila. Starfsmaður er ábyrgur fyrir að greina og meta þarfir notenda opinberrar þjónustu og taka stefnumótandi ákvarðanir um það hvernig slík umönnunar- og velferðarþjónusta sé veitt. Starfsmaður er í starfi sínu ábyrgur fyrir ákvarðanatöku sem hefur áhrif á framtíðarvelferð einstakra skjólstæðinga og hóps skjólstæðinga. | - | - | |
10. Þáttur: Ábyrgð á verkstjórn, mannauðsstjórnun, leiðsögn, samræmingu á vinnu annarraÍ þessum þætti er metin ábyrgð starfsmanns á mannauðsstjórnun, verkstjórn, vinnuskipulagi og skiptingu verkefna, auk ábyrgðar hans á eftirliti, þjálfun, leiðsögn, þróun og mati á störfum annarra. Metin er sú ábyrgð sem starfsmaður ber á vinnu annarra, þ.e. þeirra sem hann hefur formlega umsjón með og ber ábyrgð á, s.s. að ráða starfsmenn, veita hvatningu og móta starfsmannastefnu. Metið er í hverju ábyrgðin er fólgin fremur en að skoða fjölda þeirra sem starfsmaður ber ábyrgð á. Einnig er metið hvort starfsmaður ber ábyrgðina einn eða með öðrum. Þá skal meta ábyrgð starfsmanns í ráðgjöf, stefnumótun og/eða rannsóknum í málaflokknum. | Ábyrgð á stjórnun | 10 ÞÁTTUR - 1 þrep - 13 stigStarfið felur í sér takmarkaða eða enga beina ábyrgð á verkstjórn, leiðsögn eða samræmingu á vinnu annarra. Starfið kann að fela í sér sýnikennslu á eigin störfum eða leiðsögn og handleiðslu fyrir nýja starfsmenn eða aðra. | 10 ÞÁTTUR - 2 þrep - 26 stigStarfið felur í sér einhverja beina ábyrgð á verkstjórn, samræmingu á vinnu annarra eða þjálfun annarra starfsmanna. Vinnan felur í sér reglubundna ráðgjöf, leiðsögn, eftirlit eða þjálfun annarra starfsmanna. | 10 ÞÁTTUR - 3 þrep - 39 stigStarfið felur í sér talsverða beina ábyrgð á verkstjórn, leiðsögn, samræmingu eða þjálfun og þróun annarra starfsmanna. Vinnan felur í sér úthlutun vinnu til lítils hóps eða liðs, eftirlit með vinnu og leiðsögn fyrir starfslið, að meðtalinni þjálfun í starfi þar sem það á við. | 10 ÞÁTTUR - 4 þrep - 52 stigStarfið felur í sér mikla beina ábyrgð á stjórnun, leiðsögn, samræmingu eða þjálfun og þróun annarra starfsmanna. Vinnan felst í verkstjórn, leiðsögn og samræmingu á vinnu starfsmannahóps sem starfa á fleiri en einu starfssviði eða á fleiri en einum vinnustað, að meðtalinni úthlutun vinnu / verkefnum og mati og verðmætamati á vinnunni sem unnin er. | 10 ÞÁTTUR - 5 þrep - 65 stigStarfið felur í sér mikla beina ábyrgð á stjórnun, leiðsögn, samræmingu og þróun töluverðs fjölda annarra starfsmanna sem starfa á nokkrum mismunandi starfssviðum eða á nokkrum landfræðilega dreifðum vinnustöðum. Starfið felst í skipulagningu, úthlutun og endurúthlutun vinnu / verkefna og mati á starfsemi og starfsaðferðum. | 10 ÞÁTTUR - 6 þrep - 78 stigStarfið felur í sér mjög mikla beina ábyrgð á stjórnun, leiðsögn, samræmingu og þróun mikils fjölda starfsmanna sem starfa á mörgum mismunandi starfssviðum eða á mörgum landfræðilega dreifðum vinnustöðum. Starfið felst í heildarábyrgð á skipulagningu, úthlutun og endurúthlutun vinnu/verkefna og mati á starfsemi og starfsaðferðum. | - | - | |
11. Þáttur: Ábyrgð á fjármunumÍ þessum þætti er metin ábyrgð starfsmanns á fjármunum og hvert sé umfang þeirrar fjárhagslegu ábyrgðar. Hér er verið að kanna beina ábyrgð á fjármunum, s.s. reiðufé, beiðnum, ávísunum, reikningsfærslum, rafrænum bankafærslum, reikningum, fjárhagsáætlunum, tekjum og gjöldum. Tekið er tillit til hvers eðlis ábyrgðin er, til dæmis er metið hversu mikillar nákvæmni er krafist; varðveislu, trúnaðar og öryggis. Einnig er metið hversu mikla beina ábyrgð starfsmaður ber á fjárhags- og viðskiptaáætlanagerð, áætlunargerð og ráðgjöf og/eða stefnumótun. Hvort hann ber ábyrgðina einn eða með öðrum og hversu oft reynir á þessa ábyrgð og hversu mikið fé er um að ræða. | Ábyrgð á fjármunum | 11 ÞÁTTUR - 1 þrep - 13 stigStarfið felur í sér takmarkaða eða enga beina ábyrgð á fjármunum. Stöku sinnum kann starfið að fela í sér meðhöndlun lítilla fjárhæða, kortagreiðslur, reikninga eða sambærilegt.
| 11 ÞÁTTUR - 2 þrep - 26 stigStarfið felur í sér einhverja beina ábyrgð á fjármunum. Starfið felur reglulega í sér ýmist:
| 11 ÞÁTTUR - 3 þrep - 39 stigStarfið felur í sér umtalsverða beina ábyrgð á fjármunum. Starfið felur í sér ýmist:
| 11 ÞÁTTUR - 4 þrep - 52 stigStarfið felur í sér mikla beina ábyrgð á fjármunum. Starfið felur í sér ýmist:
| 11 ÞÁTTUR - 5 þrep - 65 stigStarfið felur í sér yfirgripsmikla beina ábyrgð á fjármunum, þ.e. ábyrgð á mjög háum fjárhæðum af samþykktri fjárhagsáætlun eða sambærilegum tekjum. Ábyrgðin felur í sér þátttöku í gerð og eftirliti með viðeigandi fjárhagsáætlun(um) og tryggingu á skilvirkri notkun fjármuna. | 11 ÞÁTTUR - 6 þrep - 78 stigStarfið felur í sér mjög yfirgripsmikla beina ábyrgð á fjármunum, þ.e. ábyrgð á gríðarlega miklum fjármunum af samþykktri fjárhagsáætlun eða sambærilegum tekjum. Ábyrgðin felur í sér þátttöku í gerð og eftirliti með viðeigandi fjárhagsáætlun(um) og langtíma fjárhagsáætlanagerð. Starfsmaður ber ábyrgð á breytingum á eðli, magni og samsetningu kostnaðar í áætlunum til að uppfylla kröfur um þjónustu eða aðrar kröfur. | - | - | |
12. Þáttur: Ábyrgð á hugbúnaði, upplýsingarkerfum, gögnum, tækjum, og verkfærum, mannvirkjum, byggingum og landssvæðum.Í þessum þætti er metin bein ábyrgð sem starfsmaður ber á búnaði, s.s. hugbúnaði, upplýsingakerfum, gögnum eða skjölum, verkfærum, tækjum og vélum, vörubirgðum, byggingum, mannvirkjum, landareignum og öðrum svæðum og/eða persónulegum eigum annarra. Metið er hvers eðlis ábyrgð starfsmanns er; með tilliti til varðveislu, trúnaðar og öryggis, eðlis og umfangs vegna viðhalds og viðgerða, pantana, innkaupa og endurnýjunar, skipulagningar, umsýslu, stefnumótunar o.fl. Tekið er tillit til þess hvernig ábyrgð deilist milli starfsmanna. Einnig er metið hversu oft og mikið reynir á þessa ábyrgð og hversu verðmæt viðkomandi aðföng eru. | Ábyrgð á búnaði | 12 ÞÁTTUR - 1 þrep - 13 stigStarfið felur í sér takmarkaða eða enga beina ábyrgð á búnaði, tækjum og mannvirkjum. Starfið kann að krefjast takmarkaðrar meðhöndlunar eða úrvinnslu upplýsinga eða varúðar vegna notkunar á tiltölulega ódýrum búnaði eða einhverja takmarkaða gæslu á einkaeigum annarra. | 12 ÞÁTTUR - 2 þrep - 26 stigStarfið felur í sér nokkra beina ábyrgð á búnaði, tækjum og mannvirkjum. Starfið felur að jafnaði í sér ýmist:
| 12 ÞÁTTUR - 3 þrep - 39 stigStarfið felur í sér talsverða beina ábyrgð á eignum, búnaði og upplýsingum. Starfið felur í sér ýmist:
| 12 ÞÁTTUR - 4 þrep - 52 stigStarfið felur í sér mikla beina ábyrgð á búnaði, tækjum og mannvirkjum. Starfið felur í sér ýmist:
| 12 ÞÁTTUR - 5 þrep - 65 stigStarfið felur í sér mjög mikla beina ábyrgð á búnaði, tækjum og mannvirkjum. Starfið felur í sér ýmist:
| 12 ÞÁTTUR - 6 þrep - 78 stigStarfið felur í sér gríðarlega mikla beina ábyrgð á eignum, búnaði og upplýsingum. Starfið felur í sér yfirábyrgð á innkaupum og notkun umfangsmikilla eigna, búnaðar og upplýsinga. Ábyrgðin felur í sér gerð langtímaáætlana varðandi innkaup og notkun eigna, búnaðar og upplýsinga ásamt breytingum/ endurskipulagningu á uppruna, eðli, magni eða samsetningu þeirra til að uppfylla kröfur um þjónustu eða stefnu. | - | - | |
13. Þáttur: VinnuaðstæðurÍ þessum þætti eru metnar vinnuaðstæður sem geta talist óþægilegar, ónotalegar, ógeðfelldar eða hættulegar sökum umhverfis eða vinnu með fólki. S.s. ryk, óhreinindi, óeðlilega hár eða lágur hiti eða hitasveiflur, raki, hávaði, hristingur/titringur eða gufur. Einnig hugsanlegur óþefur/óhollusta af völdum manna- eða dýrasaur, reykur, fita eða olía, veður, umgangur, ónæði eða einangrun. Hér er einnig metin hætta á veikindum eða meiðslum vegna nálægðar eða snertingar við eiturefni, sjúkdóma, vélar eða aðra umhverfisþætti. Einnig hætta á misnotkun, ágengni og ofbeldi þar sem hætta er á að starfsmaður hljóti áverka af völdum annars fólks. Tekið er tillit til þess hversu oft starfsmaður þarf að vinna við slíkar aðstæður, hversu lengi og hvert sé eðli óþægindanna. Metnir eru þeir þættir í starfsumhverfi sem eru óhjákvæmilegir og órjúfanlegir hlutar starfsins. Ávallt er gert ráð fyrir að farið sé að heilbrigðis- og öryggiskröfum og reglugerðum. | Vinnuaðstæður | 13 ÞÁTTUR - 1 þrep - 10 stigÞess er sjaldan krafist að starfsmaður vinni við aðstæður sem geta verið óþægilegar eða hættulegar. | 13 ÞÁTTUR - 2 þrep - 20 stigStarfið krefst þess að starfsmaður;
| 13 ÞÁTTUR - 3 þrep - 30 stigStarfið krefst þess að starfsmaður;
| 13 ÞÁTTUR - 4 þrep - 40 stigStarfið krefst þess að starfsmaður vinni að jafnaði við;
| 13 ÞÁTTUR - 5 þrep - 50 stigÞess er krafist að starfsmaður starfi meiri hluta vinnudagsins við aðstæður sem eru mjög óþægilegar eða mjög hættulegar hvort heldur sem er vegna umhverfisþátta eða af manna völdum. | - | - | - |
Hér má nálgast Þátta- og þrepaskilgreiningar í heild sinni.